Yfir 30 ára reynsla
Ergo byggir á yfir 30 ára reynslu og þekkingu en fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hét þá Glitnir. Ergo hefur verið leiðandi á fjármögnunarmarkaði með áherslu á framúrskarandi þjónustu og markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl, ferðavagn eða atvinnutæki.
Ergo "þar af leiðandi"
Árið 2011 fór fyrirtækið í endurmörkun og varð nafnið Ergo fyrir valinu. Ergo þýðir „þar af leiðandi" og er merkið táknrænt fyrir hreyfiafl fyrirtækisins sem er kjarni starfseminnar. Örinni er ætlað að leiða mann áfram sem undirstrikamerkingu þess. Einnig notum við liti á skemmtilegan hátt til að skapa hlýleika og stemmningu.
Ergo byggir á yfir 30 ára reynslu og þekkingu en fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hét þá Glitnir. í dag er það í eigu Íslandsbanka. Ergo hefur verið leiðandi á fjármögnunarmarkaði með áherslu á framúrskarandi þjónustu. Ergo er svið innan Íslandsbanka og nýtur trausts baklands bankans og er hluti af uppgjöri hans.
Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl, ferðavagn eða atvinnutæki.
Ergo er þátttakandi í alþjóðlegum samtökum fjármögnunarfyrirtækja IFLA, International Finance and Leasing Assoication. Samtökin eru vettvangur fyrir miðlun upplýsinga um breytingar og nýjungar á fjármögnunarstarfssemi.
Ergo er til húsa á 7. hæð í Norðurturni, Hagasmára 3 í Kópavogi og er opið frá 9:00-16:00 alla virka daga. Viðskiptavinir geta einnig nálgast þjónustu Ergo í öllum útibúum Íslandsbanka.
Ergo byggir á yfir 30 ára reynslu og þekkingu en fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hét þá Glitnir. í dag er það í eigu Íslandsbanka. Ergo hefur verið leiðandi á fjármögnunarmarkaði með áherslu á framúrskarandi þjónustu. Ergo er svið innan Íslandsbanka og nýtur trausts baklands bankans og er hluti af uppgjöri hans.
Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl, ferðavagn eða atvinnutæki.
Ergo er þátttakandi í alþjóðlegum samtökum fjármögnunarfyrirtækja IFLA, International Finance and Leasing Assoication. Samtökin eru vettvangur fyrir miðlun upplýsinga um breytingar og nýjungar á fjármögnunarstarfssemi.
Ergo er til húsa á 7. hæð í Norðurturni, Hagasmára 3 í Kópavogi og er opið frá 9:00-16:00 alla virka daga. Viðskiptavinir geta einnig nálgast þjónustu Ergo í öllum útibúum Íslandsbanka.
1985
Glitnir stofnaður og var þá til húsa í Ármúla 7, Reykjavík
2011
Fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka verður Ergo og flytur starfsemi sína á Suðurlandsbraut 14, Reykjavík
2017
Ergo flytur í Norðurturn, Kópavogi
Fréttir
Móttaka Ergo lokuð og skert þjónusta vegna kvennaverkfalls
Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf til að mótmæla kynbundnu misrétti.
Sjá nánar