Við aðstoðum þig

Við fjármögnum flest milli himins og jarðar og ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband og við aðstoðum með ánægju.

Jón Hjálmarsson
Ráðgjafi einstaklinga

Bílalán

Bílalán er fjármögnunarleið sem hentar við kaup á skráningarskyldum tækjum eins og bílum, ferðavögnum, fjórhjólum, mótorhjólum og snjósleðum. 

Þegar þú hefur fundið draumatækið biður þú bílasala um að sækja um og klára málið með þér.  Þegar um Bílalán er að ræða ert þú skráður eigandi á lánstíma og Ergo hefur fyrsta veðrétt í tækinu. Vextir eru óverðtryggðirog breytilegir. Þú þarft að sjá um að kaskótryggja tækið. Það er ekkert uppgreiðslu- eða umframgreiðslugjald á lánunum okkar og þess vegna getur þú, hvenær sem er á lánstímanum, greitt inn á lánið til að lækka greiðslubyrðina eða greitt það upp án viðbótar kostnaðar. 

Fjármögnun

80%

Lánstími

7ár*

Hámarksaldur bíls

10ár*
Reiknaðu dæmið

Bílasamningur

Bílasamningur er fjármögnunarleið sem hentar við kaup á skráningarskyldum tækjum eins og bílum, ferðavögnum, fjórhjólum, mótorhjólum og snjósleðum.

Þegar þú hefur fundið draumatækið  biður þú bílasala um að sækja um og klára málið með þér. Með bílasamningi ert þú umráðamaður og skattalegur eigandi á samningstíma og Ergo er skráður eigandi. Vextir eru óverðtryggðirog breytilegir. Þú þarft að sjá um að kaskótryggja tækið. Það er ekkert uppgreiðslu- eða umframgreiðslugjald á bílasamningum og þess vegna getur þú, hvenær sem er á samningstímanum, greitt inn á bílasamninginn til að lækka greiðslubyrðina eða greitt hann upp án viðbótar kostnaðar.

Fjármögnun

80%

Samningstími

7ár*

Hámarksaldur bíls

10ár*
Reiknaðu dæmið

Kaupleiga

Kostur fyrir stærri fjárfestingar.

Kaupleiga er hentugur fjármögnunarkostur fyrir stórar fjárfestingar eins og bifreiðar, vélar og tæki. Þegar þú hefur fundið rétta tækið, kaupir Ergo það og leigir þér í umsaminn tíma. Að leigutíma loknum og greiðslu umsaminnar lokagreiðslu er tækinu afsalað til þín. Eignin sem er leigð er eignfærð í efnahagsreikningi og afskrifuð hjá leigutaka á sama hátt og ef eignin hefði verið fjármögnuð með hefðbundnu láni. Kaupleiga er sveigjanlegt form fjármögnunar og hægt er að aðlaga leigugreiðslur að sjóðsstreymi leigutaka.

Fjármögnun

80%

Samningstími

7ár*

Fjárfestingarlán

Kostur við kaup á tækjum til lög- og rekstraraðila

Fjárfestingarlán er fjármögnunarleið sem hentar við kaup á tækjum fyrir lög- og rekstraraðila.  Fjárfestingalán er hefðbundið veðlán/skuldabréf sem veitt er til kaupa á skráningarskyldum tækjum þar sem Ergo er á 1. veðrétti tækisins. Þú er skráður eigandi. Lánshlutfall er allt að 80% fyrir utan virðisaukaskatt og er lánstíminn háður aldri og notkun tækjanna. Fjárfestingaláni þarf að þinglýsa hjá sýslumanni. Að lánstíma loknum er veðinu aflýst. 

Fjármögnun

80%

Lánstími

7ár*

Birgðafjármögnun

Í birgðafjármögnun fjármagnar Ergo ný og notuð skráningarskyld tæki til endursölu.

Birgðafjármögnun Ergo hentar bílaumboðum, bílasölum og atvinnutækjasölum. Fjármögnuð eru ný eða notuð skráningarskyld tæki ætluð til endursölu. Samningstími er allt að 9 mánuðir og greiðast vextir mánaðarlega. Ef tæki selst fyrir lok samningstíma þá er áhvílandi fjármögnun gerð upp. Birgðafjármögnun er sérsniðin vara með hátt þjónustustig og með henni er hægt að losa um rekstrarfé, mæta vexti eða árstíðarbundnum sveiflum í rekstri. . 

 

 

Við aðstoðum þig

Við fjármögnum flest milli himins og jarðar og ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband og við aðstoðum með ánægju.