Innborgun á höfuðstól

Það er einfalt að greiða inn á höfuðstólinn 

Þú getur hvenær sem er greitt inn á höfuðstólinn á bílalánum og bílasamningum og lækkað þannig mánaðarlegar greiðslur. Ekkert umframgreiðslugjald er tekið fyrir innborganir. Þú getur klárað málið með einföldum hætti í gegnum netbanka  Íslandsbanka. Ferlið er eftirfarandi:

  1.  Þú byrjar á því að skrá þig inn í netbanka Íslandsbanka
  2. Þú ferð í yfirlit lána undir „Lán“ og velur það  lán sem á að greiða inná með því að ýta á lánanúmerið undir „Númer“
  3. Þá opnast gluggi með ítarlegum upplýsingum um lánið.  Smellir á hnapp með þremur línum efst í þeirri valmynd (hægra megin við reitinn „Vanskil“)
  4. Þá opnast fellilisti og þar velur þú „Innborgun á lán“
  5. Þú hakar við "Innágreiðsla á lán" og slærð inn þá upphæð sem þú vilt greiða inná lánið 
  6. Undir „Úttektarreikningur“ velur þú þann reikning sem þú vilt taka útaf fyrir innborguninni
  7. Smellir á „Áfram“ 
  8. Slærð inn öryggisnúmer og smellir á "Greiða"

Nánari upplýsingar

  • Lágmarksfjárhæð innborgunar er kr. 1.000
  • Athugið að eftirstöðvar lána Ergo í netbanka eru dagsgamlar og að sama skapi uppfærast þær daginn eftir að innborgun hefur verið framkvæmd.

 Ef þú ert ekki með netbanka Íslandsbanka þá getur þú millifært til okkar, setja bílnúmerið í skýringu og senda okkur greiðslukvittun á netfangið greidslur@ergo.is.

Reikningsupplýsingarnar eru: 0599-22-1, kt. 490503-3230. Með því að greiða inn á höfuðstól lækkar þú mánaðarlega greiðslubyrði en styttir ekki lánstímann.