Innborgun á höfuðstól

Það er einfalt að greiða inn á höfuðstólinn 

Þú getur hvenær sem er greitt inn á höfuðstólinn á bílalánum og bílasamningum og lækkað þannig mánaðarlegar greiðslur. Ekkert umframgreiðslugjald er tekið fyrir innborganir. Þú getur klárað málið með einföldum hætti í gegnum netbanka Íslandsbanka. Ferlið er eftirfarandi:

 1.  Þú byrjar á því að skrá þig inn í netbanka Íslandsbanka
 2. Þú ferð í yfirlit lána undir „Lán“ og velur það  lán sem á að greiða inná með því að ýta á lánanúmerið undir „Númer“
 3. Þá opnast gluggi með ítarlegum upplýsingum um lánið.  Smellir á hnapp með þremur línum efst í þeirri valmynd (hægra megin við reitinn „Vanskil“)
 4. Þá opnast fellilisti og þar velur þú „Innborgun á lán“
 5. Þú hakar við "Innágreiðsla á lán" og slærð inn þá upphæð sem þú vilt greiða inná lánið 
 6. Undir „Úttektarreikningur“ velur þú þann reikning sem þú vilt taka útaf fyrir innborguninni
 7. Smellir á „Áfram“ 
 8. Slærð inn öryggisnúmer og smellir á "Greiða"

Nánari upplýsingar

 • Lágmarksfjárhæð innborgunar er kr. 1.000
 • Athugið að eftirstöðvar lána Ergo í netbanka eru dagsgamlar og að sama skapi uppfærast þær daginn eftir að innborgun hefur verið framkvæmd.
 • Ef innborgun er vegna lána hjá einstaklingi:
 • Ef það er útgefinn greiðsluseðill (krafa) sem er ekki kominn á gjalddaga og gerð er innborgun á lánið þá fer öll upphæðin til lækkunar á höfuðstól lánsins. 
 • Ef það er útgefinn greiðsluseðill (krafa) sem er kominn á gjalddaga og gerð er innborgun á lánið þá er ráðstöfun innborgunarinnar með þeim hætti að innborgunin fer fyrst til greiðslu á kostnaði og greiðsluseðli. Ef það er eitthvað umfram þá fer það til lækkunar á höfuðstól lánsins.
 • Ef innborgun er vegna lána hjá lögaðila: 
 • Ef það er útgefinn greiðsluseðill (krafa) sem er ekki kominn á gjalddaga og gerð er innborgun á lánið þá er ráðstöfun innborgunarinnar með þeim hætti að áfallnir vextir eru fyrst greiddir og það sem er umfram fer til lækkunar á höfuðstól lánsins.
 • Ef það er útgefinn greiðsluseðill (krafa) sem er kominn á gjalddaga og gerð er innborgun á lánið þá er ráðstöfun innborgunarinnar með þeim hætti að innborgunin fer fyrst til greiðslu á greiðsluseðlinum og ef það er eitthvað umfram þá fer það til greiðslu á áföllnum vöxtum og svo til lækkunar á höfuðstól lánsins. 

 Ef þú ert ekki með netbanka Íslandsbanka þá getur þú millifært til okkar, sett bílnúmerið í skýringu og sent okkur greiðslukvittun á netfangið greidslur@ergo.is.

Reikningsupplýsingarnar eru: 0599-22-1, kt. 490503-3230.

Með því að greiða inn á höfuðstól lækkar þú mánaðarlega greiðslubyrði en styttir ekki lánstímann.