Sameiningarlán

Ert þú með lán eða samning hjá Ergo og vilt skipta yfir í dýrara tæki og vantar viðbótarfjármögnun?

Það er ekkert mál að skipta um tæki og fá á sama tíma viðbótarfjármögnun. Þú getur sameinað núverandi lán eða samning og það sem uppá vantar til að klára málið. Í þessu felst minni tilkostnaður heldur en ef tekið er nýtt lán eða samningur. 

Þú getur bæði sótt um sameiningarlán eða -samning með því að hafa samband við okkur eða með því að biðja bílasala um að sækja um og klára málið fyrir þig.