Greiðslumat

Í hvaða tilfellum þarf að gera greiðslumat?

Okkur ber, samkvæmt Lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember 2013, að gera greiðslumat í ákveðnum tilfellum. Það á til dæmis við þegar einstaklingur er að taka lán sem nemur 2 milljónum eða meira og þegar hjón eða sambúðarfólk eru að taka lán sem er 4 milljónir eða hærra.

Í öllum tilfellum ber okkur að gera lánshæfismat en það þýðir að við skoðum viðskiptasögu við Ergo og Íslandsbanka og getum einnig þurft að kalla eftir einhverjum gögnum. Hér getur þú séð hvaða upplýsingum þú þarft að skila inn vegna greiðslumats og hvar hægt er að nálgast umbeðin gögn. Einnig þarf að skila inn undirritaðri umsókn og hana getur þú nálgast hér.

Hvaða gögnum þarf ég að afla vegna greiðslumats?

Hér fyrir neðan er gátlisti sem tiltekur þau gögn sem þú þarft að skila til okkar vegna greiðslumats. Athugið að í einhverjum tilfellum gæti verið óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum en þeim sem fram koma á gátlistanum. Umbeðin gögn ásamt umsókn getur þú sent beint á þann ráðgjafa sem er að skoða þína umsókn eða á netfangið greidslumat@ergo.is.

Gátlisti fyrir greiðslumat

Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn fyrir greiðslumat hjá Ergo

Hafa ber í huga að ef verið er að greiðslumeta hjón/sambúðarfólk saman þá þarf að skila inn gögnum fyrir báða aðila.

 Ef umsækjandi er í eigin rekstri:

Ef umsækjandi fær meðlag eða bótagreiðslur:

Ef leiguhúsnæði:

  • Upplýsingar um húsaleigutekjur ef við á
  • Upplýsingar um húsaleigu ef við á
  • Ef húsaleigubætur – afrit af húsaleigusamningi

 Umsókn um greiðslumat má nálgast hér