Greiðslumat

Í hvaða tilfellum þarf að gera greiðslumat?

Okkur ber, samkvæmt Lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember 2013, að gera greiðslumat í ákveðnum tilfellum. Það á til dæmis við þegar einstaklingur er að taka lán sem nemur 2 milljónum eða meira og þegar hjón eða sambúðarfólk eru að taka lán sem er 4 milljónir eða hærra.

Í öllum tilfellum ber okkur að gera lánshæfismat en það þýðir að við skoðum viðskiptasögu við Ergo og Íslandsbanka og getum einnig þurft að kalla eftir einhverjum gögnum. Hér getur þú séð hvaða upplýsingum þú þarft að skila inn vegna greiðslumats og hvar hægt er að nálgast umbeðin gögn. Einnig þarf að skila inn undirritaðri umsókn og hana getur þú nálgast hér.

Hvaða gögnum þarf ég að afla vegna greiðslumats?

Hér fyrir neðan er gátlisti sem tiltekur þau gögn sem þú þarft að skila til okkar vegna greiðslumats. Athugið að í einhverjum tilfellum gæti verið óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum en þeim sem fram koma á gátlistanum. Umbeðin gögn ásamt umsókn getur þú sent beint á þann ráðgjafa sem er að skoða þína umsókn eða á netfangið greidslumat@ergo.is.

Gátlisti fyrir greiðslumat

Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn fyrir greiðslumat hjá Ergo

Hafa ber í huga að ef verið er að greiðslumeta hjón/sambúðarfólk saman þá þarf að skila inn gögnum fyrir báða aðila.

Skattur.is

 • Skattskýrsla síðasta árs sótt af RSK netskil (veflykill) eða frá löggiltum endurskoðenda.
 • Yfirlit úr staðgreiðsluskrá fyrir síðustu 2 árin vegna eigin reksturs.
 • Síðasti álagningarseðill skattstjóra.

Netbanki

 • Launaseðlar/lífeyrir/bætur síðustu þriggja mánaða.
 • Afrit af síðasta greiðsluseðli allra umsækjanda.
 • Afrit af greiðsluáætlun úr greiðsluþjónustu við banka eða sparisjóð, ef við á.

Tollstjóri

 • Útprentun frá innheimtumanni ríkissjóðs um skuldastöðu.
  (fyrirspurn@tollur.is eða í síma 560-0350)

Annað

 • Undirrituð beiðni/umboð um skuldastöðuyfirlit. Lánamiðlari eða ráðgjafi Ergo getur afhent viðskiptavini þetta eyðublað.
 • Afrit gagna sem gefa upplýsingar um fastar/reglulegar bótagreiðslur (ss.meðlag, barnabætur).
  Innheimtustofnun sveitarfélaga (medlag@medlag.is eða í síma 590-7100)
 • Veðbókarvottorð allra fasteigna í eigu viðskiptavinar. Sýslumannsembætti. Ergo getur aflað gagna gegn gjaldi, sbr. gjaldskrá. Greiða þarf inná reikning 0599-22-1, kt. 490503-3230, setja kennitölu viðskiptavinar í skýringu og kvittun á netfangið greidslumat@ergo.is.
 • Upplýsingar um húsnæðiskostnað. Greidd leiga eða annar kostnaður.  
 • Upplýsingar um húsaleigubætur. Húsaleigusamningur eða greiðslukvittanir.
 • Yfirlit yfir rað- og fjölgreiðslur kreditkorta.
  Ef Borgun: borgun@borgun.is eða í síma 560-1600
  Ef Valitor: valitor@valitor.is eða í síma 525-2000
 • Ef lán sem gefið er upp á skattskýrslu er uppgreitt þá þarf að afla staðfestingar á því. Staðfesting fæst frá viðkomandi lánastofnun.

 Umsókn um greiðslumat má nálgast hér