Greiðslumat

Í hvaða tilfellum þarf að gera greiðslumat?

Okkur ber, samkvæmt Lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember 2013, að gera greiðslumat í ákveðnum tilfellum. Það á til dæmis við þegar einstaklingur er að taka lán sem nemur 2,1 milljónum eða meira og þegar hjón eða sambúðarfólk eru að taka lán sem er 4,2 milljónir eða hærra.

Í öllum tilfellum ber okkur að gera lánshæfismat en það þýðir að viðskiptasaga viðkomandi hjá Ergo og Íslandsbanka er skoðuð.

Sækja um greiðslumat

Ert þú með rafræn skilríki?

Boðið er upp á rafrænt greiðslumat á vef Íslandsbanka ef viðskiptavinir eru með rafræn skilríki. Þetta er einstaklega einfalt og fljótlegt og hér getur þú sótt um og hafið ferlið.

Athugaðu þó að ávallt þarf að byrja á að sækja um fjármögnun, hvort heldur sem er hjá bílasala eða ráðgjöfum Ergo.

Ert þú ekki með rafræn skilríki?

Þú getur sjálf(ur) séð um að safna saman og senda okkur gögn fyrir greiðslumatið en við mælum með að þú komir við í næsta útibúi Íslandsbanka því þar getur þú sótt um rafræn skilríki.

Gátlisti fyrir greiðslumat

Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn fyrir greiðslumat hjá Ergo

Hafa ber í huga að ef verið er að greiðslumeta hjón/sambúðarfólk saman þá þarf að skila inn gögnum fyrir báða aðila. 

Ef umsækjandi er í eigin rekstri:

Ef umsækjandi fær meðlag eða bótagreiðslur:

Ef leiguhúsnæði:

  • Upplýsingar um húsaleigutekjur ef við á
  • Upplýsingar um húsaleigu ef við á
  • Ef húsaleigubætur – afrit af húsaleigusamningi