Yfirtökur

Er nýi draumabíllinn nú þegar í fjármögnun hjá Ergo? 

Ef þú hefur fundið draumabílinn eða tækið og það er með áhvílandi láni eða á samning hjá Ergo getur þú með einföldum hætti sótt um að yfirtaka núverandi lán/samning og við hjálpum þér að klára málið. 

Þegar yfirtaka er framkvæmd er útbúið nýtt lán eða samningur á þínu nafni fyrir núverandi eftirstöðvum sem þú tekur yfir og greiðir af. Það er þó ávallt mat ráðgjafa hjá Ergo hverju sinni hvort yfirtaka sé samþykkt og er kostnaður samkvæmt gjaldskrá Ergo hverju sinni.

Þú getur bæði sótt um yfirtöku með því að hafa samband við okkur eða með því að biðja bílasala um að sækja um og klára málið fyrir þig.