Lög, reglur og fyrirvarar

Starfsreglur

Ergo er fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka og fylgir starfsreglum Íslandsbanka.

Upplýsingar um starfsreglur Íslandsbanka má finna á vef Íslandsbanka.

Óski viðskiptavinur eftir upplýsingum um skuldbindingar sínar, hvort sem það er símleiðis eða í gegnum tölvupóst, þá þarf að gefa upp lykilorð, sem Ergo sendir í netbanka.
Vakin er athygli á því að ef óskað er eftir því að þriðji aðili geti nálgast upplýsingar um stöðu eða aðrar upplýsingar tengdar skuldbindingum viðskiptavinar við Ergo þá þarf að veita viðkomandi skriflegt umboð. Sjá nánar í 4. gr. í almennum viðskiptaskilmálum Íslandsbanka.

Almennt eða sérstakt umboð til þriðja aðila vegna upplýsingaröflunar um skuldbindingar hjá Ergo má nálgast undir flokknum skjöl.

Siðareglur

Ergo er fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka og fylgir þeim siðareglum sem hafa verið settar fyrir starfsmenn bankans. Upplýsingar um siðareglur Íslandsbanka má finna hér.

Starfsmenn Ergo hafa einnig sameinast um eftirfarandi siðareglur:

Starfsmenn Ergo

  • Starfa með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi
  • Gæta jafnræðis meðal viðskiptavina
  • Viðhafa fagleg vinnubrögð sem byggja á góðu viðskiptasiðferði
  • Veita viðskiptavinum skýrar og áreiðanlegar upplýsingar
  • Fylgja lögum og reglum sem gilda á fjármálamarkaði og starfa í anda þeirra