Við aðstoðum þig

Við fjármögnum flest milli himins og jarðar og ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband og við aðstoðum með ánægju.

Jón Hjálmarsson
Ráðgjafi einstaklinga

Bifreiðar

Ergo vill vera hreyfiafl til góðra verka og hafa að leiðarljósi stefnu Íslandsbanka sem byggir m.a. á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum. Það gerum við með því að bjóða Græna fjármögnun á vistvænum bifreiðum og stuðla þannig að fjölgun umhverfisvænni farartækja. Þegar óskað er eftir fjármögnun á bifreiðum með CO2 útblástur undir 50 g/km þá standa viðskiptavinum hagstæðari vaxtakjör til boða, sjá nánari upplýsingar í  gildandi verðskrá vegna bílalána og bílasamninga hverju sinni.  Einnig er afsláttur af stofngjöldum við fjármögnun á rafmagnsbílum, sjá í verðskrá. Lánstími á nýjum umhverfisvænum bílum getur verið allt að 96 mánuðir og hámarks lánshlutfall er 80%.


Reikna

Rafmagnshjól og hleðslustöðvar

Ergo býður Græna fjármögnun fyrir einstaklinga á nýjum rafmagnshjólum og hleðslustöðvum fyrir bifreiðar sem keypt eru af viðurkenndum söluaðilum. Lágmarkslánsfjárhæð vegna rafmagnshjóla er kr. 150.000 en engin lágmarkslánsfjárhæð er vegna hleðslustöðva. Lánsfjárhæð getur að hámarki verið kr. 600 þúsund vegna rafmagnshjóla og að hámarki kr. 250 þúsund vegna hleðslustöðva. Lánshlutfall getur verið allt að 100% og lánstími er allt að 24 mánuðir. Áætlaðar mánaðarlegar greiðslur og núgildandi vexti má sjá í töflu hér að neðan. Ergo fer ekki fram á veð- eða eignarétt í búnaðinum og ekki er gerð krafa um að búnaðurinn sé vátryggður. Lánaskjöl vegna hjóla og hleðslustöðva berast rafrænt til viðskiptavinar, sem þarf að undirrita þau með rafrænum skilríkjum.


Sækja um

Áætlaðar mánaðarlegar jafnar greiðslur vegna fjármögnunar á rafmagnshjóli eða hleðslustöð miðað við gildandi verðskrá Ergo, vextir nú 12,40%

 

 Lánstími 12 mánuðir   Lánstími 24 mánuðir
Kaupverð búnaðar* Mánaðargreiðsla  Kaupverð búnaðar* Mánaðargreiðsla 
150.000 kr 13.489 kr 150.000 kr    7.160 kr    
200.000 kr 17.985 kr 200.000 kr    9.547 kr
250.000 kr 22.482 kr 250.000 kr 11.933 kr
300.000 kr 26.978 kr 300.000 kr 14.320 kr
350.000 kr 31.474 kr 350.000 kr 16.707 kr
400.000 kr 35.971 kr 400.000 kr 19.093 kr
450.000 kr 40.467 kr 450.000 kr 21.480 kr
500.000 kr 44.963 kr 500.000 kr 23.867 kr
550.000 kr 49.460 kr 550.000 kr 26.253 kr
600.000 kr 53.956 kr 600.000 kr 28.640 kr

 *Stofngjald 1% leggst við kaupverð búnaðar.

Áhugavert

Við fjármögnun
lækningatæki bæði fyrir
dýrog menn.

Fræðsla