Veðflutningur og tækjaskipti

Viltu færa fjármögnunina af gamla bílnum yfir á nýjan? 

Ef þú átt bíl eða tæki með láni eða samningi hjá Ergo, vilt endurnýja og þarft ekki viðbótarfjármögnun þá bjóðum við uppá veðflutning eða tækjaskipti .

Þetta er einfalt, þú tekur einfaldlega lánið eða samninginn þinn með yfir á nýja tækið. Ef þú ert með bílalán er gerður veðflutningur en ef þú ert með bílasamning eru gerð tækjaskipti. Kostnaður við þetta er samkvæmt gjaldskrá Ergo hverju sinni. Hafðu samband og við aðstoðum þig með ánægju.