Uppgreiðsla

Þú getur greitt upp hvenær sem er

Ef þú ætlar að greiða upp lán eða samning þarftu að hafa samband við okkur samdægurs í síma 440 4400 eða á ergo@ergo.is og fá uppgefna stöðu dagsins og millifærsluupplýsingar. 

Athugaðu að ekki er hægt að notast við stöðu sem gefin er upp á nýjasta greiðsluseðli þar sem sú staða er uppreiknaðar eftirstöðvar miðað við útgáfudag greiðsluseðils og gildir því einungis fyrir þann dag sem seðillinn er gefinn út.

Upplýsingar um stöður eru gefnar upp símleiðis gegn rafrænni auðkenningu og í tölvupósti gegn uppgefnu lykilorði. Ef þú ert ekki með lykilorð þá getur þú sett þig í samband við okkur og sótt um það.

Á bílalánum og bílasamningum er ekkert uppgreiðslugjald.