Útflutningur
Ert þú að fara til útlanda í sumar?
Reglur um útflutning bíla frá Íslandi
Meginreglan er að bílar sem eru fjármagnaðir af Ergo skulu notaðir á Íslandi en þú getur sótt um leyfi til að fara með einkabílinn til útlanda frá 15. maí - 30. ágúst. Allur útflutningur bíla er háður formlegu samþykki Ergo. Verðmæti bíls og tegund getur komið til athugunar við mat á umsókn.
Við brottför þarft þú að framvísa leyfi frá Ergo til að fara með bílinn með þér.
Samþykki er háð því að:
- 12 mánuðir séu liðnir frá gerð samnings/láns.
- Leigu-/lánasamningur sé í skilum.
- Bíllinn sé ábyrgðar- og kaskótryggður.
- Þú sért með græna kortið og þjófnaðartryggingu, frá tryggingafélaginu þínu, meðan á dvöl erlendis stendur.
- Þú undirritir beiðni um útflutninginn þar sem fram kemur komu- og brottfarartími ásamt afritum af farmbréfi skipafélags.
- Þú skilir inn staðfesting frá skipafélagi um að flutningskostnaður til og frá Íslandi sé greiddur.
- Þú gefir upp númer vegabréfs auk símanúmers, netfangi og heimilisfangi á ferðatíma.
- Kostnaður við leyfi til útflutnings, kr. 15.000, sé greiddur.
Aðrar reglur gilda um útflutning utan orlofstíma.
Vinsamlega sendu fyrirspurn á netfangið ergo@ergo.is og við komum málinu í réttan farveg fyrir þig.