Útflutningur

Ert þú að fara til útlanda í sumar?

Reglur um útflutning bíla frá Íslandi

Meginreglan er að bílar sem eru fjármagnaðir af Ergo skulu notaðir á Íslandi en þú getur sótt um leyfi til að fara með einkabílinn til útlanda frá 15. maí - 30. ágúst.  Allur útflutningur bíla er háður formlegu samþykki Ergo. Verðmæti bíls og tegund getur komið til athugunar við mat á umsókn.

Við brottför þarft þú að framvísa leyfi  frá Ergo til að fara með bílinn með þér.  Leyfið er veitt hjá ráðgjöfum Ergo 

Samþykki er háð því að:

  • 12 mánuðir séu liðnir frá gerð samnings/láns.
  • Leigu-/lánasamningur sé í skilum.
  • Bíllinn sé ábyrgðar- og kaskótryggður.
  • Þú sért með græna kortið og þjófnaðartryggingu, frá tryggingafélaginu þínu, meðan á dvöl erlendis stendur.
  • Þú undirritir beiðni um útflutninginn þar sem fram kemur komu- og brottfarartími ásamt afritum af farmbréfi skipafélags.
  • Þú skilir inn staðfesting frá skipafélagi um að flutningskostnaður til og frá Íslandi sé greiddur.
  • Þú gefir upp númer vegabréfs auk símanúmers, netfangi og heimilisfangi á ferðatíma.
  • Kostnaður við leyfi til útflutnings, kr. 15.000, sé greiddur.

Aðrar reglur gilda um útflutning utan orlofstíma.

Vinsamlega hafðu samband við ráðgjafa hjá Ergo ef þú hyggst fara með tæki utan.

Umsókn um útflutning