Spurt og svarað

Algengar spurningar og svör við þeim

 

Fjármögnun

Þegar þú hefur fundið draumabílinn eða ferðavagninn sér bílasalinn um að senda Ergo umsókn fyrir þína hönd. Ráðgjafi okkar fer svo yfir umsóknina þína og hefur samband við þig ef það vantar einhverjar frekari upplýsingar frá þér. Þú getur einnig haft samband beint við ráðgjafa okkar til að sækja um fjármögnun hjá okkur.
Miðað er við að lágmarksverðmæti bifreiðar sé 600.000 kr
Í báðum tilfellum velur þú bílinn en helsti munurinn snýr að eignarhaldi á meðan á láns- eða samningstíma stendur. Sé um bílalán að ræða er Ergo með fyrsta veðrétt í bílnum á lánstímanum og þú ert skráður eigandi.Veðinu er svo aflétt við uppgreiðslu láns. Sé um bílasamning að ræða er Ergo skráður eigandi bílsins á samningstímanum og þú ert umráðamaður og skattalegur eigandi. Við uppgreiðslu samnings eru gerð eigendaskipti af Ergo yfir á þig.
Í báðum tilfellum berð þú ábyrgð á að vátryggja ökutækið, standa skil á sköttum og gjöldum og sjá um viðhald og annan rekstrarkostnað.
Þegar um bílalán er að ræða getur þú valið um að hafa jafnar afborganir 
 
Samkvæmt lögum um Neytendalán ber okkur að gera greiðslumat ef upphæð fjármögnunar fer yfir 2.000.000 króna fyrir einstakling eða 4.000.000 króna fyrir hjón eða sambúðarfólk.
 
Ekki er farið fram á ábyrgðarmenn á lánum og samningum til einstaklinga.
Ef þú átt nú þegar bíl eða tæki með láni eða samningi hjá okkur og vilt endurnýja það án þess að taka viðbótarlán bjóðum við uppá veðflutning eða tækjaskipti. 
Þetta er einfalt í framkvæmd en þú tekur einfaldlega lánið eða samninginn þinn og flytur yfir á nýja tækið. Ef þú ert með bílalán er gerður veðflutningur en ef þú ert með bílasamning eru gerð tækjaskipti. Kostnaður við þetta er samkvæmt gjaldskrá Ergo hverju sinni.
Þú getur sótt um með því að hafa samband við okkur eða með því að biðja bílasala um að sækja um og klára málið fyrir þig.
 

Það er ekkert mál að skipta um tæki og fá á sama tíma viðbótarlán. Þú einfaldlega sameinar núverandi lán eða samning og það sem uppá vantar til að klára málið með nýju sameiningarláni. Því fylgir einnig minni tilkostnaður heldur en ef tekið er nýr bílasamningur eða nýtt bílalán fyrir allri fjárhæðinni. 
Þú getur bæði sótt um sameiningarlán eða -samning með því að hafa samband við okkur eða með því að biðja bílasala um að sækja um og klára málið fyrir þig.

 

Ef þú ert búin að finna draumabílinn eða tækið, sem er með áhvílandi lán eða samning frá Ergo, getur þú sótt um að yfirtaka lánið eða samninginn.
Þegar yfirtaka er framkvæmd er útbúið nýtt lán eða samningur á þínu nafni fyrir núverandi eftirstöðvum sem þú tekur yfir og greiðir af. Það er þó ávallt mat ráðgjafa hjá Ergo hverju sinni hvort yfirtaka sé samþykkt og er kostnaður samkvæmt gjaldskrá Ergo hverju sinni.
Þú getur bæði sótt um yfirtöku með því að hafa samband við okkur eða með því að biðja bílasala um að sækja um og klára málið fyrir þig.

 

Aldur, lánstími, lánshlutfall og vextir

Hámarksaldur bíls er 10 ár en lánstími er styttri eftir því sem bíllinn er eldri. 
 
Hámarkslánstími er 7 ár, 84 mánuðir.
Hægt er að fá allt að 75% lánshlutfall í bílalánum og –samningum.
20 ára eða eldri.
Vextir bílalána og –bílasamninga eru breytilegir.

Eigandi bílsins

Þegar þú tekur bílasamning er Ergo skráður eigandi og þú umráðamaður og skattalegur eigandi á samningstímanum. Þú þarft að sjá um að ábyrgðar- og kaskótryggja ökutækið og standa skil á sköttum og gjöldum og sjá um viðhald og annan rekstrarkostnað. Falli skattar og gjöld á ökutækið sem þú greiðir ekki ber Ergo að greiða þau og rukka þig á aukagjaldaga með álagi vegna útlagðs kostnaðar sem er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
 

Tryggingar og tjón

Bílar á bílasamningi og bílaláni þurfa að vera ábyrgðar- og kaskótryggðir en þér er heimilt að tryggja bílinn hjá því tryggingafélagi sem þú kýst.
 
Ef þú lendir í tjóni þarftu að tilkynna það til þíns tryggingafélags og einnig til okkar. Ef bíllinn er ónýtur og er borgaður út af tryggingunum þarf að ákveða hvað gert verður við lánið/samninginn í framhaldinu og hvort þú viljir gera tækjaskipti. Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni.

Greiðslur á samningstíma

Þú getur hvenær sem er greitt inn á höfuðstól lána og samninga hjá Ergo og lækkað þannig mánaðarlega greiðslur. Láns/samningstíminn styttist ekki við innborgun. Ekkert gjald er tekið fyrir innborganir á höfuðstól.
Þú gerir það með því að millifæra til okkar á reikning 0599-22-1, kt. 490503-3230. Mjög mikilvægt er að þú sendir okkur kvittun á netfangið greidslur@ergo.is þar sem fram kemur bílnúmer eða samnings/lánsnúmer.
Þú getur hvenær sem er greitt upp lánið eða samninginn hjá Ergo og er enginn aukakostnaður við slíkt. 
 

Staða á lánum og greiðsluseðlar

Ef þú ætlar að greiða upp þarftu að hafa samband við okkur samdægurs í síma 440 4400 eða á ergo@ergo.is og fá uppgefna rétta stöðu og millifærsluupplýsingar. Athugaðu að ekki er hægt að notast við stöðu sem gefin er upp á nýjasta greiðsluseðli þar sem sú staða er uppreiknaðar eftirstöðvar miðað við útgáfudag greiðsluseðils og gildir hún því einungis fyrir þann dag sem seðillinn er gefinn út.
Upplýsingar um stöður eru ekki gefnar upp símleiðis eða í tölvupósti nema gegn uppgefnu lykilorði. Þú getur haft samband við okkur og sótt um lykilorð hafir þú það ekki.

 

Áramótayfirlit er hægt að nálgast á mínum síðum hjá Ergo. Til að skrá þig inn notar þú kennitölu og Ergo lykilorð. Hafir þú ekki lykilorðið getur þú haft samband við okkur í síma 440 4400 eða sent okkur póst á ergo@ergo.is og óskað eftir að fá sent lykilorð.

 

Ergo sendir ekki greiðsluseðla til viðskiptavina nema sérstaklega sé beðið um það en það er gert til þess að lækka greiðslugjald. Þú getur alltaf nálgast greiðsluseðlana þína í netbankanum þínum undir netyfirlit/rafræn skjöl. Viljir þú fá seðla senda heim getur þú haft samband við okkur. Greiðslugjald er samkvæmt gjaldskrá Ergo.

 

Með því að senda ekki greiðsluseðla í pósti lækkar greiðslugjaldið en hægt er að lækka það enn frekar með því að skrá lánið eða samninginn í beingreiðslur. Það getur þú gert með því að hafa samband við þinn þjónustufulltrúa en einnig getur þú gert það í þínum netbanka. Til þess að ganga frá skráningu þarftu að hafa við höndina viðskiptanúmerið þitt hjá Ergo en það kemur fram á greiðsluseðlum og er xxxxxx-xxx. Þú getur skoðað hvernig greiðslugjaldið breytist í gjaldskránni okkar.

 

Taka bílinn með til útlanda

Meginreglan er sú að bílar sem eru fjármagnaðir af Ergo skulu notaðir á Íslandi og er allur útflutningur háður formlegu samþykki Ergo að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Við brottför þarf að framvísa leyfi frá Ergo til að fara erlendis með bílinn.
Eftirtalin skilyrði gilda um ferðalög innan orlofstíma (15. maí til og með 30. ágúst) en aðrar reglur gilda um útflutning utan orlofstíma.
Skilyrði fyrir samþykki til útflutnings bíla er:

  1. Leigu-/lánasamningur skal vera í skilum. 
  2. 12 mánuðir séu liðnir frá gerð samnings eða yfirtöku, eða eigendaskiptum á skráðu félagi sem er lántaki að viðkomandi bifreið. 
  3. Bíllinn skal vera ábyrgðar- og kaskótryggður, með græna kortið og þjófnaðartryggður meðan á dvöl erlendis stendur.
  4. Leigu-/lántaki undirriti beiðni um útflutning þar sem fram kemur komu- og brottfarartími ásamt afritum af farmbréfi skipafélags. 
  5. Staðfesting frá skipafélagi um að flutningskostnaður til og frá Íslandi sé greiddur. 
  6. Leigu-/lántaki gefi upp númer vegabréfs auk símanúmers, netfangi og heimilisfangi á ferðatíma. 
  7. Verðmæti bíls og tegund getur komið til athugunar við mat á umsókn. 
  8. Kostnaður við leyfi til útflutnings er kr. 15.000.
Ef þú hyggur á að fara með bílinn erlendis þarftu að fylla út umsókn um útflutning og hafa samband við ráðgjafa okkar. Við mælum með því að þú hafir samband við okkur tímanlega og sækir um leyfi til útflutnings svo ekki þurfi að koma til þess að bíllinn verði stoppaður við brottför.
 

Fjármögnun

Ergo fjármagnar allt að 70% af kaupverði fyrir utan vsk.

Já, enda fjármögnum við flest milli himins og jarðar. Til þess að tæki uppfylli kröfur um fjármögnun hjá okkur þurfa þau, meðal annars, að vera með raðnúmeri, vera lausfest, flytjanleg og með virkan eftirmarkað.

 

Nei, tjónuð tæki og bifreiðar eru ekki lánshæf. 

Já, það er hægt. Hafðu samband við ráðgjafa Ergo sem aðstoðar með ánægju og veitir þér allar frekari upplýsingar um næstu skref.

Sé um kaupleigusamning að ræða þarf að gera samninginn upp og leigutaki fær í hendur afsal og eigendaskipti sem þarf að skila til Samgöngustofu eða Vinnueftirlitsins eftir tegund tækis. Sé um veðlán að ræða þarf að greiða það upp og Ergo aflýsir veði í kjölfarið.

Eftir því sem umsækjendur eru sneggri að skila inn nauðsynlegum gögnum því hraðar getur ferlið gengið fyrir sig.

Samningstími

Við  fjármögnum bifreiðar sem ætlaðar eru til leigubílaaksturs til skemmri tíma en hinn almenna fjölskyldubíl. Ástæðan er sú að þeim er ekið mun meira en fjölskyldubílnum og er afskriftarferli þeirra því hraðara.

 

Virðisaukaskattur

Seljandi gefur út reikning á Ergo. Ergo gefur svo út vsk. reikning með kaupleigusamningi stílaðan á leigutaka, sem leigutaki getur fært til innskatts í sínu bókhaldi.

 

Seljandi gefur út reikning á Ergo sem síðan gefur út reikning á leigutaka. 

 

Gögn

Meðal þess sem þarf að skila inn er nýjasti ársreikningur eða skattaskýrsla og lánayfirlit ábyrgðaraðila í þeim tilfellum þar sem það á við auk viðskiptaáætlunar. Við mælum með því að þú hafir samband við fyrirtækjaráðgjafa okkar sem geta gefið þér allar nánari upplýsingar um þau gögn sem þyrftu að fylgja þinni umsókn.