Uppgreiðsla

Þú getur greitt upp hvenær sem er

Þú getur hvenær sem er greitt upp bílalán og bílasamning. Þú getur klárað málið með einföldum hætti í gegnum netbanka  Íslandsbanka.
Ferlið er eftirfarandi:

  1.  Þú byrjar á því að skrá þig inn í netbanka Íslandsbanka
  2. Þú ferð í yfirlit lána undir „Lán“ og velur það Ergo lán sem á að greiða inná með því að ýta á lánanúmerið undir „Númer“
  3. Þá opnast gluggi með ítarlegum upplýsingum um lánið. Smellir á hnapp með þremur línum efst í þeirri valmynd (hægra megin við reitinn „Vanskil“)
  4. Þá opnast fellilisti og þar velur þú „Innborgun á lán“
  5. Þú hakar við "Uppgreiðsla láns“ en þar í sömu línu kemur fram hver uppgreiðslan er
  6. Undir „Úttektarreikningur“ velur þú þann reikning sem þú vilt taka útaf fyrir uppgreiðslunni
  7. Smellir á „Áfram“ 
  8. Slærð inn öryggisnúmer og smellir á "Greiða"

Nánari upplýsingar

  • Ef verið er að greiða upp bílasamning þá berst SMS eða tölvupóstur eftir uppgreiðsluna frá Samgöngustofu, þar sem er verið að hefja ferli vegna eigendaskipta. Þú þarft að samþykkja það og greiðir samhliða kostnað vegna eigendaskiptanna (skv. gjaldskrá Samgöngustofu).
  • Athugið að uppgreiðslan verður ekki sýnileg fyrr en daginn eftir að innborgun hefur verið framkvæmd.
  • Lán og samningar lögaðila eru því miður ekki sýnileg í Fyrirtækjabanka. Upplýsingar um stöður eru gefnar upp símleiðis gegn rafrænni auðkenningu eða í tölvupósti. Uppgreiðslustöðu má svo leggja inná reikning Ergo, sjá upplýsingar fyrir neðan. Mikilvægt er að hafa fastanúmer í skýringu og senda okkur greiðslukvittun á netfangið greidslur@ergo.is
  • Ef þú ert ekki með netbanka Íslandsbanka þá getur þú haft samband við okkur símleiðis til að nálgast uppgreiðslustöðuna (eftir að hafa auðkennt þig rafrænt) og millifært til okkar. Setja bílnúmerið í skýringu og senda okkur greiðslukvittun á netfangið greidslur@ergo.is.

Reikningsupplýsingarnar eru: 0599-22-1, kt. 490503-3230.