{{(100 - states.currentFinancePercentage | number : 0)}}% fjármögnun

Tesla hefur valið Ergo sem fjármögnunaraðila sinn á Íslandi. Þetta samstarf styður við þá áherslu Ergo að vera hreyfiafl til góðra verka og hafa að leiðarljósi stefnu Íslandsbanka sem byggir m.a. á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum. Það gerum við með því að bjóða Græna fjármögnun á vistvænum bifreiðum og stuðla þannig að fjölgun umhverfisvænni farartækja. Þegar óskað er eftir fjármögnun á bifreiðum með CO2 útblástur undir 50 g/km þá standa viðskiptavinum hagstæðari vaxtakjör til boða, eða 0,75 prósentustiga afsláttur frá gildandi verðskrá vegna bílalána og bílasamninga hverju sinni. Lánstími á nýjum bílum getur verið allt að 96 mánuðir og hámarks lánshlutfall er 80%.

Ergo hefur lögmæta hagsmuni af því að hafa samband við þá viðskiptavini Tesla, sem hafa valið Ergo sem fjármögnunarðila á www.tesla.com , til þess að aðstoða þá við umsóknarferli vegna fjármögnunar. Þú mátt því eiga von á að haft verði samband við þig símleiðis eða með tölvupósti. Sjá upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.

Fjármögnum flest milli himins og jarðar

Ef þú ert að huga að kaupum á ferðavagni þá fjármögnum við tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla með bílalánum eða bílasamningum. Fjármögnunarferlið er eins og um fjármögnun á bíl væri að ræða. Þú finnur ferðvagn við þitt hæfi og velur hvort hentar þér betur bílalán eða bílasamningur. Þú sækir um fjármögnun hjá okkur eða hjá söluaðila.  Ef lánsupphæðin fer yfir 2,6 milljónir hjá einstaklingi eða 5,2 milljónir hjá sambúðarfólk þá þarft þú að fara í greiðslumat. Þegar búið er að samþykkja fjármögnunina þá þarf að undirrita lánaskjöl og skila gögnum til okkar. Söluaðili þarf að útbúa afsal og eigendaskipti og skila til Samgöngustofu. Þá er ferlinu lokið og þú getur haldið á vit ævintýranna.

Spurt og svarað

 

Í báðum tilfellum velur þú bílinn en helsti munurinn snýr að eignarhaldi á meðan á láns- eða samningstíma stendur. Ef um bílalán að ræða er Ergo með fyrsta veðrétt í bílnum á lánstímanum og þú ert skráður eigandi. Veðinu er svo aflétt við uppgreiðslu láns. Ef um bílasamning er að ræða er Ergo skráður eigandi bílsins á samningstímanum og þú ert umráðamaður og skattalegur eigandi. Við uppgreiðslu samnings eru gerð eigendaskipti, þú verður skráður eigandi í stað Ergo.
Í báðum tilfellum berð þú ábyrgð á að vátryggja ökutækið, standa skil á sköttum og gjöldum sem og sjá um viðhald og annan rekstrarkostnað.

Hámarksaldur bíls er 10 ár. Aldur bíls + lánstími má ekki vera lengri en 11 ár.

 

Bílar á bílasamningi og bílaláni þurfa að vera ábyrgðar- og kaskótryggðir en þér er heimilt að tryggja bílinn hjá því tryggingafélagi sem þú kýst.
Skoða fleiri spurningar

Áhugavert

Á íslandi eru 14.345
ferðavagnar á skrá
(hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar)

Fræðsla