Fréttir Ergo

Kílómetragjald

Þann 1. janúar 2024 varð breyting á skattlagningu rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla (bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísil). Nú þarf að greiða kílómetragjald af akstri þessara bifreiða og nær gjaldið bæði til fólksbifreiða og sendibifreiða.
Greiðandi gjaldsins er eigandi bílsins. Undantekning er þegar bílarnir eru fjármagnaðir með kaupleigu- eða bílasamningi, þá er umráðamaður greiðandi og ber honum að skrá inn kílómetrastöðu bifreiðarinnar í gegnum www.island.is

Ítarlegar upplýsingar um kílómetragjaldið er að finna hér

Aðrar fréttir