Fréttir Ergo

Rangt greiðslugjald á greiðsluseðlum

Vegna villu við vinnslu greiðsluseðla þá birtist í sumum tilvikum hærra greiðslugjald á greiðsluseðlum en á að vera. Þegar greiðsluseðillinn er greiddur þá er krafan á bak við greiðsluseðilinn rétt og greiðir viðskiptavinur því sömu fjárhæð fyrir greiðslugjald og hann hefur áður greitt. Ef viðskiptavinur fær t.d. rafrænan greiðsluseðil þá kemur fram að það eigi að greiða kr. 595 en við greiðslu kröfunnar þá er gjaldið sem er greitt kr. 385, sem er í samræmi við gjaldskrá. Það á að vera búið að koma í veg fyrir þessa villu og vonumst við til að þetta hafi verið einangrað tilvik. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið.

Aðrar fréttir