Fréttir Ergo

Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka verður fjármögnunaraðili Tesla á Íslandi

Ergo og hátæknifyrirtækið Tesla hafa undirritað samning sem felur í sér að Ergo verður fjármögnunaraðili Tesla á Íslandi. 

Ergo býr yfir 35 ára reynslu af fjármögnun bifreiða og atvinnutækja til fyrirtækja og einstaklinga.
Samningurinn felur í sér að Tesla mun kynna Ergo sem fjármögnunaraðila fyrir viðskiptavini sína.
Samningurinn er í samræmi við stefnu Íslandsbanka og Ergo, sem að hluta til byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, en þar er meðal annars lögð áhersla á aðgerðir í loftslagsmálum.

Skoða Tesla á Íslandi nánar

Aðrar fréttir