Greiðslumat

Í hvaða tilfellum þarf að gera greiðslumat?

Okkur ber, samkvæmt Lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember 2013, að gera greiðslumat í ákveðnum tilfellum. Það á til dæmis við þegar einstaklingur er að taka lán sem nemur 2,1 milljónum eða meira og þegar hjón eða sambúðarfólk eru að taka lán sem er 4,2 milljónir eða hærra.

Í öllum tilfellum ber okkur að gera lánshæfismat en það þýðir að við skoðum viðskiptasögu við Ergo og Íslandsbanka.

Rafrænt greiðslumat

Boðið er upp á rafrænt greiðslumat ef viðskiptavinir eru með rafræn skilríki. Þetta er einstaklega einfalt og fljótlegt ferli.

Gátlisti fyrir greiðslumat

Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn fyrir greiðslumat hjá Ergo

Hafa ber í huga að ef verið er að greiðslumeta hjón/sambúðarfólk saman þá þarf að skila inn gögnum fyrir báða aðila.

 Ef umsækjandi er í eigin rekstri:

Ef umsækjandi fær meðlag eða bótagreiðslur:

Ef leiguhúsnæði:

  • Upplýsingar um húsaleigutekjur ef við á
  • Upplýsingar um húsaleigu ef við á
  • Ef húsaleigubætur – afrit af húsaleigusamningi

 Umsókn um greiðslumat má nálgast hér