Umhverfissjóður Ergo

Umhverfisssjóður og úthlutunarreglur

Umhverfissjóður Ergo var stofnaður árið 2016 til að halda utan um úthlutun Umhverfisstyrks. Sjóðurinn hefur það markmið að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála.

Umhverfissjóður Ergo úthlutar umhverfisstyrk að fjárhæð 500.000 kr. að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári til frumkvöðlaverkefna á sviði umferðar- og umhverfismála.

Þannig leggur Ergo sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna á sviði samgangna og sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúruauðlinda.

Úthlutunarreglur Umhverfissjóð Ergo

1. gr.
Úthlutanir skulu vera í samræmi við markmið sjóðsins. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umhverfismála.

2. gr.
Sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um styrki og úthlutar að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári.

3. gr.
Í auglýsingu styrkja skal koma fram:

  • Upplýsingar um markmið sjóðsins
  • Umsóknarfrestur
  • Fjárhæð sem hægt er að sækja um
  • Að umsóknareyðublöð verði aðgengileg á www.ergo.is

4. gr.
Umsókn skal vera á rafrænum eyðublöðum sjóðsins. Með umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu og viðskiptaáætlun.

5. gr.

Stjórn sjóðsins fer yfir umsóknir og ákveður úthlutun styrkja. Stjórn sjóðsins hefur heimild til að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum auk þess sem sjóðnum er heimilt að kanna stöðu umsækjenda í vanskilaskrá. Stjórn sjóðsins skal, eftir því sem tilefni er til, bera umsóknir undir sérfræðinga á því sviði sem sótt er um. Stjórn sjóðsins er heimilt að hafna öllum umsóknum.

6. gr.

Styrkir skulu greiddir inná reikning hjá Íslandsbanka samkvæmt vali styrkþega. Styrknum skal ráðstafað þaðan af hálfu styrkþega til verkefnisins. 
Sjóðurinn og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu og samstarf ef við á. Stjórn sjóðsins er heimilt að kalla eftir upplýsingum um framvindu verkefnisins ef við á. 

Reykjavík, febrúar 2016