Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar birtar á vef Ergo eru samkvæmt bestu vitund Ergo á hverjum tíma og er ekki tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra, þá getur Ergo ekki ábyrgst að upplýsingarnar séu allar réttar. Þá kunna þær upplýsingar og skoðanir sem fram koma á vefnum að breytast án fyrirvara. Ergo ábyrgist jafnframt ekki efni sem stafar frá þriðja aðila og birt er á vefnum.

Þær upplýsingar sem birtar eru á heimasíðu Ergo fela á engan hátt í sér ráðleggingar til viðskiptavina um kaup eða sölu tiltekinna fjármálagerninga og bera notendur síðunnar einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á heimasíðunni.

Ergo ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum er birtast á heimasíðu Ergo né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef Ergo. Þá ber Ergo ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

Ergo á höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vefnum, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Ergo þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vefnum, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Viðskiptavinum Ergo er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.

Viðskipti með fjármálagerninga eru mjög áhættusöm í eðli sínu. Verðbreytingar í fortíð gefa ekki endilega vísbendingu um verðbreytingar í framtíð. Notendur á vef Ergo eru hvattir til að afla sér almennra upplýsinga um eðli verðbréfaviðskipta, fjárfestingamálefni, skattamál o.fl. sem tengist verðbréfaviðskiptum hjá ráðgjöfum Ergo.

Lagalegur fyrirvari varðandi tölvupóstsendingar

Upplýsingar sem kom fram í tölvupósti og eftir atvikum viðhengi, sendum frá netföngum Ergo, gæti innihaldið trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og er eingöngu ætlaður þeim sem hann er stílaður á. Efni hans og innihald er á ábyrgð þess starfsmanns sem sendir hann ef það tengist ekki starfsemi Ergo. Ef sending þessi hefur ranglega borist yður vinsamlega gætið fyllsta trúnaðar, tilkynnið sendanda og eyðileggið sendinguna eins og skylt er skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti.

Upptaka símtala, geymsla og vistun gagna

Í þeim tilgangi að tryggja öryggi viðskiptamanns og Ergo er viðskiptamanni kunnugt um að viðskiptasímtöl við Ergo kunna að vera hljóðrituð án sérstakrar tilkynningar í hvert sinn og eru slíkar símaupptökur gerðar í samræmi við heimild í lögum um fjarskipti.

Viðskiptamanni er kunnugt um að upptökur kunni að vera lagðar fram í dómsmáli og/eða notaðar sem sönnunargagn í öðrum tilvikum ef upp kemur ágreiningur um hvað aðilum fór á milli, svo sem um forsendur og/eða framkvæmd viðskipta. Að öðru leyti skal Ergo fara með upptökur líkt og með aðrar upplýsingar er lúta þagnarskyldu, sbr. 58. til 60. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Öll gögn, hverju nafni sem nefnast, sem innihalda upplýsingar um viðskipti viðskiptamanna og framkvæmd þeirra eru vistaðir hjá Ergo í það minnsta fimm ár.


Third Navigation


    Quick Navigation


      Search