Fréttir Ergo

Götuskráning vinnuvéla

Eigendur vinnuvéla sem ætlaðar eru til aksturs í umferð á opinberum vegum þurfa nú að skrá þær í ökutækjaskrá og setja á þær skráningarmerki til auðkenningar.

Skráning þessara vinnuvéla hófst 1. nóvember sl. og þarf að hafa farið fram fyrir 31. desember næstkomandi. Eftir þann tíma má eiga von á sektum. Nánari upplýsingar um götuskráningar má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Viðskiptavinur þarf að upplýsa Ergo um það ef hann óskar eftir því að götuskrá vinnuvél sem er í fjármögnun hjá Ergo, þar sem skráður eigandi þarf að hefja skráningarferlið. Viðskiptavinir þurfa því að senda beiðni þar að lútandi á netfangið ergo@ergo.is þar sem eftirfarandi kemur fram:

  • Vinnuvélanúmer
  • GSM númer tengiliðs sem verður skráð hjá Vinnueftirlitinu
  • Heimilisfang sem senda skal nýjar plötur á
  • Stærð skráningarmerkis, A, B eða D:
    A= 110 x 510 mm
    B=200 x 280 mm
    D=155 x 305 mm

Aðrar fréttir