Fréttir Ergo

Áfram opið en dyrunum lokað

Í framhaldi nýjum sóttvarnarreglum  hefur verið tekin ákvörðun um að móttaka Ergo verði lokuð næstu daga.  Það verður áfram hægt að skila inn gögnum, en við útibú Íslandsbanka í Norðurturni verður kassi merktur Ergo og Íslandsbanka.  Þar má skilja eftir lánagögn og önnur gögn sem eiga að berast til okkar.

Við erum á vaktinni eins og áður og hvetjum ykkur til að vera í sambandi með tölvupósti eða hringja í síma 440-4400 ef einhverjar spurningar vakna.

Við vonum að þið sýnið þessu skilning og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Aðrar fréttir