Fréttir Ergo

Ergo flytur í Norðurturn

Hvar er Norðurturn?

Aðalinngangur og lyftur eru vinstra megin við nýtt útibú Íslandsbanka í Smáralind á fyrstu hæð. Sérmerkt skammtíðastæði eru fyrir framan aðalinngang á fyrstu hæð, en einnig er hægt að leggja á 2. hæð og fara niður rúllustigann.

Hvar er Ergo í Turninum?

Við verðum staðsett á 7. hæð í "Turninum" og er auðveldast að taka lyftuna upp til okkar nema þú eigir líkamsræktina eftir þann daginn, þá getur þú tekið stigann. 

Það eru þrjár lyftur í húsinu. Fyrir framan lyfturnar er takkaborð þar sem þú velur 7. hæðina. Athugið að ekki er hægt að velja hæð inni í lyftunum. Á skjánum fyrir framan lyfturnar koma skilaboð um það í hvaða lyftu þú átt að fara, A, B eða C. Inni í lyftunni er skjár sem sýnir á hvaða hæð lyftan er að fara hverju sinni. 

 

Aðrar fréttir