Úrræði vegna Covid-19

Við vinnum með ykkur á krefjandi tímum

Sá faraldur sem nú herjar á þjóðina mun hafa töluverð áhrif á margra, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Ergo mun aðstoða þá viðskiptavini sem verða fyrir áhrifum í þessum aðstæðum t.d. með því að bjóða frestun á afborgunum lána, eftir því sem mögulegt er. 

Úrlausnir sem Ergo býður upp á felast m.a. í tímabundinni frestun afborgana og vaxta af lánum í allt að sex mánuði. Úrræði gagnvart fyrirtækjum taka mið af Samkomulagi um tímabundna frestun greiðslna vegna heimsfaraldurs Covid-19 sem aðilar á lánamarkaði hafa gert með sér. Frestaðar greiðslur leggjast við höfuðstól og lengist samningstími/lánstími sem nemur fjölda frestaðra afborgana.

Meðal skilyrða fyrir frestuninni er að fyrirtæki hafi verið í heilbrigðum rekstri áður en áhrifa veirunnar fór að gæta og þau hafi ekki verið í vanskilum við bankann lengur en í 60 daga í lok febrúar s.l.

Í ofangreindu samkomulagi, sem nær til rekstrarfyrirtækja sem selja vöru og þjónustu, er sett það skilyrði að fyrirtæki hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.

Við biðjum einstaklinga um að senda tölvupóst á ergo@ergo.is eða leita til sinna tengiliða hjá Ergo varðandi úrræði og aðstoð.
Við biðjum fyrirtæki/lögaðila um að snúa sér til síns aðalviðskiptabanka og sækja um úrræðið þar, sem er í samræmi við Samkomulag um tímabundna frestun greiðslna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Aðalviðskiptabankinn leggur mat á það hvort umsækjandi uppfylli viðmið samkomulagsins og tilkynnir öðrum lánveitendum ef svo er. Í framhaldi af slíkri tilkynningu kemur Ergo til með að vera í sambandi við fyrirtæki/lögaðila.

Þeim viðskiptavinum sem sjá fram á greiðsluerfiðleika vegna Covid-19, s.s. vegna atvinnumissis, tekjuskerðingar eða veikinda stendur til boða greiðslufrestur á lánum. Miða skal við að greiðslufrestur sé 6 mánuðir.

Boðið er upp á þrjár leiðir:

  • Fastar greiðslur, þá eru mánaðarlegar greiðslur lækkaðar í fasta fjárhæð á tímabilinu sem fresturinn tekur til.
  • Frestun afborgana (vaxtagjalddagar), þá eru eingöngu greiddir vextir á tímabilinu sem fresturinn tekur til.
  • Frestun afborgana og vaxta (frysting), þá eru hvorki greiddar afborganir né vextir á tímabilinu sem fresturinn tekur til.

Ef upphaflega er óskað eftir t.d. þriggja mánaða greiðslufresti og að þeim tíma liðnum sér viðskiptavinur fram á að þurfa frekari frest er hann veittur. Samanlagður frestur má þó ekki vera lengri en 6 mánuðir. Framlenging á greiðslufresti er framkvæmd með nýrri skilmálabreytingu.

Ekki er hægt að breyta skilmálabreytingu sem þegar hefur verið framkvæmd. Það er ekki heldur hægt að bakfæra áður framkvæmda skilmálabreytingu, en viðskiptamanni er frjálst að greiða ótakmarkað inn á samning/lán án kostnaðar á meðan á tímabili greiðslufrests stendur.

Samnings-/lánstími lengist um þann tíma sem greiðslufrestur varir. Ef valið er að frysta greiðslur á tímabilinu bætast vextir tímabilsins við höfuðstól. Greiðslubyrði hækkar þar sem höfuðstóll er hærri sem nemur frestuðum vöxtum. Ef valið er að greiða vexti á tímabilinu mun greiðslubyrðin að öllu óbreyttu vera sú sama.

Já, hægt er að greiða inn á samning/lán án kostnaðar.

Úrræðin eiga við öll fyrirtæki sem selja vöru og þjónustu. Eignarhaldsfélög falla ekki undir samkomulag þetta.

Fyrirtækin þurfa að hafa verið í heilbrigðum rekstri en eru að verða fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Fyrirtæki sem nýta sér úrræðin mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar 2020.

Boðið er upp á tvær aðrar leiðir:

  • Fastar greiðslur, þá eru mánaðarlegar greiðslur lækkaðar í fasta fjárhæð á tímabilinu sem fresturinn tekur til.
  • Frestun afborgana (vaxtagjalddagar), þá eru eingöngu greiddir vextir á tímabilinu sem fresturinn tekur til.

Við biðjum viðskiptavini um að senda tölvupóst á ergo@ergo.is eða leita til sinna tengiliða hjá Ergo varðandi úrræði og aðstoð.

Fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin hér að ofan geta fengið frestun í allt að sex mánuði. Hvert tilvik er síðan skoðað sérstaklega hvert fyrir sig og ráðgjafar og viðskiptastjórar aðstoða fyrirtæki við mögulegar lausnir.

Einstaklingar greiða ekki fyrir skilmálabreytingar vegna Covid-19, aðeins er innheimtur útlagður kostnaður, s.s. gjald vegna þinglýsingar og veðbandayfirlits ef við á. Fyrirtæki greiða kr. 10.000 fyrir skilmálabreytingu vegna Covid-19. Sjá nánar í verðskrá Ergo.